Bæjarstjórn styður yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga

Ályktun 16. mars 2022

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu og lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina.

Yfirlýsinguna má lesa hér:

Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem er skráð í samstöðuverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kallast #withrefugees og hefur verið í fararbroddi varðandi þjónustu við flóttafólk frá árinu 2004.

Sveitarfélagið mun leitast við að styrkja þá þjónustu enn frekar til að mæta þeim aukna fjölda Úkraínumanna sem hingað munu leita vegna þeirra hörmunga sem nú dynja yfir.

Bæjarstjórn hvetur önnur sveitarfélög á Íslandi til að gera slíkt hið sama og lýsir yfir vilja til að deila reynslu sinni og veita þeim faglegan stuðning við uppbyggingu þjónustunnar.