- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjarstjórn skorar á ráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum. Eftirfarandi bókun bæjarstjórnar var samþykkt á 531. fundi stjórnarinnar þann 7. nóvember.
„Í kjölfar bilunar í flutningskerfi Landsnets sunnudagskvöldið 5. nóv. sl. ítrekar bæjarstjórn Reykjanesbæjar bókun sem gerð var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016 en þar var skorað á ráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum.
Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar núverandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans við megin flutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi. Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum.
Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst.“
Þessu tengt má geta að Landsnet birti þann 6. nóvember sl. frétt þess efnis að hafin sé á ný vinna við valkostagreiningu og mat á umhverfisáhrifum fyrir bætta tengingu Suðurnesja við megin flutningskerfið. Megin tilgangurinn sé að auka afhendingaröryggi á raforku á Suðurnesjum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)