Barnið komið heim, námskeið fyrir barnshafandi pör og foreldra ungra barna

Barnið komið heim
Barnið komið heim

Námskeiðið Barnið komið heim sem er fyrir barnshafandi pör og foreldra ungra barna hefst 24. mars n.k. og stendur í 6 vikur.

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum og foreldrum ungra barna að viðhalda og efla parsambandið samhliða foreldrahlutverkinu.  Kennt er tvær klukkustundir í senn frá kl. 17.30 - 19.30 á miðvikudögum í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Suðurgötu 15, Reykjanesbæ.

Leiðbeinendur verða Hera Ósk Einarsdóttir félagsráðgjafi Reykjanesbæ og Ólafur G. Gunnarsson fjölskylduráðgjafi ÓB-ráðgjöf.
Reykjanesbær býður verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári frítt á námskeiðið.

Skráning fer fram á mailto:barnidheim@reykjanesbaer.is
Nánari upplýsingar á vefsíðunni barnið komið heim