Barnvæn sveitarfélög í Hörpu

Þann 2. nóvember síðast liðinn fór fram vinnustofa fyrir umsjónarfólk Barnvæns sveitarfélaga á vegum UNICEF. Tilgangurinn var að efla tengslanetið, kynnast öðrum umsjónaraðilum og læra af þeim, fá nýjar hugmyndir og læra nýja hluti sem eru gagnlegir fyrir verkefnið.

Seinni hluta dagsins fór fram fundur bæjarstjóra og sveitarstjóra sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fram fóru kynningar á fyrirmyndarverkefnum ásamt því að stjórnendur sveitarfélaganna tóku þátt í hringborðsumræðum með framkvæmdastjóra UNICEF og mennta- og barnamálaráðherra.

Verkefnið Allir með! var valið sem fyrirmyndarverkefni af UNICEF og kynntu Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri og verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags það fyrir stjórnendum sveitarfélaganna. 
 Hanna Borg Jónsdóttir sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans hjá UNICEF leiðir vinnustofunaUmsjónarfólk frá 20 sveitarfélögum tóku þátt í vinnustofunni


Bæjarstjórar og sveitarstjórar í Hörpu ásamt Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi