- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ verður haldin 2. - 11. maí næst komandi. Nú stendur yfir hugmyndaöflun fyrir hátíðina þar sem óskað er eftir hugmyndum og skoðunum allra barna. Það er gert með örstuttri könnun sem er birt sem heimavinna á Mentor fyrir grunnskólanemendur og á heimasvæðum leikskólanemenda og er opin til 20. febrúar.
Einnig má taka þátt í könnuninni hér og jafnframt skoða dagskrá BAUNar frá fyrri árum: https://forms.gle/HhDfmU4mAqKrtPJ99
Hugmyndaöflunin er liður í því að efla aðkomu barnanna sjálfra að hátíðinni og hlusta á raddir þeirra. BAUN hefur það að markmiði að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar ásamt því að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni með börnum sínum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)