- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Besti árangur á samræmdum prófum í 10. bekk í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði frá upphafi.
Miklar framfarir hafa orðið í íslensku, stærðfræði og ensku í 10. bekk. Meðaltalsárangur nemenda í þessum bæjarfélögum er nú við landsmeðaltal í stærðfræði og ensku í fyrsta skipti frá upphafi samræmdra prófa. Framfarir hafa einnig orðið í íslensku.
Aðspurður segir Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar að margir samverkandi þættir skýri hinn góða árangur. Kennarar stýri framförunum og eru greinilega að skila afburða vinnu, þeir hafa einnig komið á góðu samstarfi við foreldra, nemendur eru áhugasamir og metnaðarfullir, góður stuðningur er frá sérfræðiþjónustu skóla og samstarf milli skóla hefur aldrei verið meira en nú. Skýr, samræmd aðferðafræði og stefnumótun skiptir einnig máli.
„Skólasamfélagið hefur sett sér það markmið að nemendur okkar útskrifist úr grunnskóla með góða grunnfærni sem gefi þeim tækifæri til afla sér góðrar framhaldsmenntunar. Það markmið er nú að nást,“ segir Gylfi Jón.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös