Betri Reykjanesbær 2021 - Hugmyndasöfnun

Hugmyndasöfnun 2021
Hugmyndasöfnun 2021

Betri Reykjanesbær er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Reykjanesbæ.

Hugmyndavefurinn er opinn 31. mars – 15. apríl 2021

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að senda inn fjölbreyttar hugmyndir að góðum verkefnum í bænum. Hugmyndirnar geta tengst því að gera Reykjanesbæ ennþá betri, skapa eitthvað nýtt, efla hreyfingu, hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja- og skemmtunar. Gert er ráð fyrir að verja allt að 30 milljónum króna í þau verkefni sem fá flest atkvæði.

Til að komast áfram í kosningu þurfa hugmyndirnar sem sendar eru inn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Nýtast hverfi eða íbúum bæjarins í heild.
  • Auðveldar í framkvæmd.
  • Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu.
  • Falla að skipulagi og stefnu Reykjanesbæjar.
  • Vera í verkahring sveitarfélagsins.
  • Kostnaður hugmyndar taki ekki stóran hluta af fjármagni verkefnisins.

Hver hugmynd þarf að vera vel útskýrð og með nákvæma staðsetningu. Það auðveldar fólki að meta hugmyndina og hvort þau vilja gefa henni atkvæði. Athugið að starfsmenn Reykjanesbæjar geta óskað eftir nánari skýringum fyrir hverja hugmynd.

Hugmyndir að framkvæmdum á íþrótta-, sundlaugar- og skólasvæðum þarf að skoða sérstaklega.

Kosið verður um bestu hugmyndirnar dagana 31. maí til 6. júní.

Nánari upplýsingar um hugmyndasöfnunina