- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Síðastliðna daga hefur biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir vísiterað í Keflavíkursókn. Meðal stofnana sem biskup heimsótti voru grunn- og leikskólar, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og HSS ásamt því að kynna sér æskulýðsstarf safnaðarins. Á sunnudaginn tók hún þátt í fermingarmessu í Keflavíkurkirkju.
Í dag heimsótti biskup ásamt föruneyti, fulltrúum Keflavíkurkirkju og sóknarnefndar, bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar. Af því tilefni var kynning á verkefninu Energí og trú sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir og bauð af því tilefni þingmönnum og þingmannsefnum svæðisins að hlýða á.
Árni Sigfússon bæjarstjóri fékk í fyrsta sinn á ævinni biskupskoss og lýsti sérstakri ánægju með það!
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)