Björgin og Geðhjálp bjóða bæjarbúum á fyrirlestur um Andlega sjálfsvörn

Andleg sjálfsvörn
Andleg sjálfsvörn

Björgin og Geðhjálp bjóða bæjarbúum á fyrirlestur um Andlega sjálfsvörn þar sem fjallað verður um leiðir til að vernda geðheilbrigði og varnir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks. 

Einnig er farið yfir hugrænar leiðir til að ná utan um eigið hlutverk og tilgang á mismunandi tímabilum í lífi fólks. Fjallað er um óttann og það sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Varnarleikur þar sem markmiðið er að snúa vörn í sókn.

Fyrirlesari: Sigursteinn Másson 
Tímasetning:17. mars 2010 16:00
Staðsetning:Björgin, Suðurgötu 15 Reykjanesbæ