Bókabúgí á bókasafninu

Bókabúgí 2011 heitir sýning Málfríðar Finnbogadóttur sem nú stendur yfir á Bókasafninu. Verkin hefur Málfríður unnin úr ónýtum og afskrifuðum bókum og tímaritum, en hugmynda fékk Málfríður eftir að hún hóf störf hjá Bókasafni Seltjarnarness fyrir 2 árum og komst að því hversu mikill fjöldi bóka var afskrifaður. Sýningin var sett upp í tilefni af 125 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness og hefur m.a. verið sett upp á Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin á Bókasafni Reykjanesbæjar stendur út apríl og verðlaunagetraun er á staðnum í tengslum við sýninguna.

Markmiðið með sýningunni segir Málfríður vera að vekja athygli á þessum fjölda afskrifaðra bóka, en ekki síður leiða almenningi fyrir sjónir hvernig endurnýta megi ónýtar bækur og blöð. Fyrir síðustu jól gerði Málfríður m.a. jólatré úr ónýtum tímaritum, sem mikil prýði var af.

Að sýningunni vann, auk Málfríðar, Jóhannes Helgason og þeim til aðstoðar voru Ísar Ágúst Kristjánsson og Sara Björk Ragnarsdóttir.