Bókakonfekt: Hallgrímur Helgason, Guðrún frá Lundi og Afdalabarn

Mynd af bókarkápu Afdalabarns eftir Guðrúnu frá Lundi.
Mynd af bókarkápu Afdalabarns eftir Guðrúnu frá Lundi.

Rithöfundurinn Hallgrímu Helgason mun fjalla um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi í síðari Bókakonfekti þessa árs, sem verður þriðjudaginn 2. desember klukkan 17:00. Auk umfjöllunar um Guðrúnu og skáldskap hennar mun Hallgrímur beina sjónum að skáldsögunni Afdalabarni sem nýlega var endurútgefin með eftirmála Hallgríms. Kaffi og konfekt á boðstólnum og allir velkomnir.

Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.