- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var formlega opnað 7. mars 1958 á efri hæð íþróttahúss barnaskólans og byggir á gömlu lestararfélögunum.
Bókasafn Reykjanesbæjar varð svo til árið 1994 í kjölfar sameiningar Hafna, Keflavíkur og Njarðvíkur í eitt sveitarfélag þegar almenningsbókasöfn þeirra voru sameinuð í eitt safn. Á þessum tíma hefur starfsemi Bókasafn Reykjanesbæjar þróast í takt við samfélagið á hverjum tíma.
Bókasöfn 21. aldar eru að þróast í öflug menntunar- og menningarsetur. Söfnin eru ekki lengur bara fyrir bækur heldur eru þau hlutlausir staðir fyrir samskipti fólks og þekkingaröflun í sinni fjölbreyttustu mynd. Þau eru lifandi menningarstofnanir sem eru að þróast í takt við breyttar þarfir íbúa og bókasöfn eru staðir þar sem hjartað slær í samfélögum.





Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)