Bókasafn Reykjanesbæjar með skemmtilega dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna

Kristín Ósk Gísladóttir fór með hlutverk Diddu í kvikmynd Kikku, Didda og dauði kötturinn sem gerði…
Kristín Ósk Gísladóttir fór með hlutverk Diddu í kvikmynd Kikku, Didda og dauði kötturinn sem gerðist í gamla bænum í Keflavík. Myndin er eign KrakkaRÚV.

Bókasafn Reykjanesbæjar ætlar að bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskólanna. Nú stendur til boða ratleikur um sögusvið Diddu og dauða kattarins eftir Kikku, Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og verður kvikmyndin sýnd kl. 11:00 föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október í safninu. Einnig gefst kostur á að gera skemmtilegar hrekkjavökugrímur.

Bókin Didda og dauði kötturinn gerist í gamla bænum í Keflavík, en það svæði hefur lengi verið búsetusvæði Kikku. Bókin var seinna kvikmynduð og lék ung Keflavíkursnót, Kristín Ósk Gísladóttir aðalhlutverkið. Þar sem erfitt hefur reynst að nálgast myndina er kjörið að heimsækja Bókasafnið og horfa á hana þar í hlýju umhverfi og góðum félagsskap. Þeir sem vilja taka þátt í ratleiknum um sögusvið bókarinnar gefa sig fram við afgreiðslu og fá leikinn afhentan. Honum er síðan skilað í Bókasafnið að leik loknum. 

Ráðhúskaffi býður afslátt af barnamatseðli í vetrarfríi grunnskólanna.

Myndin sem fylgir fréttinni er eign KrakkRÚV og er klippa úr myndinni Didda og dauði kötturinn. Leikkonan er Kristín Ósk Gísladóttir.

Hér má nálgast frekari upplýsingar.