- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bókasafnið Reykjanesbæjar við Tjarnargötu lokaði 7. febrúar vegna flutninga. Áætlað er að safnið opni aftur í byrjun apríl í Hljómahöll. Nákvæmur opnunardagur verður auglýstur þegar nær dregur.
Þessa dagana standa yfir framkvæmdir á húsnæði Hljómahallar til að undirbúa rými fyrir bókasafnið, sem mun flytja sig af Tjarnargötunni í nýtt og endurbætt húsnæði þar.
Á meðan aðalsafnið er lokað geta íbúar nýtt sér nýja og glæsilega aðstöðu í Stapasafni, sem var opnað almenningi 31. janúar síðastliðinn.
Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan á þessum breytingum stendur og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýjum húsakynnum í Hljómahöllinni.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)