- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Á morgun, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 9:00, opnar bókasafnið í Hljómahöll. Safnið hefur flutt í nýtt og betra húsnæði þar sem lögð er áhersla á að skapa notalegt og fjölbreytt rými fyrir alla aldurshópa.
Framkvæmdir og flutningar hafa gengið vel og mun bókasafnið deila rými með Rokksafninu á fyrstu hæð hússins en verður jafnframt með þrjú aðskilin rými á annarri hæð, hnokkadeild, barnadeild og ungmennadeild. Vert er að nefna að ný og uppfærð sýning Rokksafnsins verður ekki tilbúin fyrr en á nýju ári.
Betri opnunartími
Bókasafnið og Rokksafnið verða opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 18:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 17:00. Þá er einnig gert er ráð fyrir að bæta við kvöldopnun frá og með haustinu.
Formleg opnunarhátíð verður haldin síðar í tengslum við Ljósanótt, og verður tímasetning og dagskrá auglýst síðar og hlökkum við mikið til að fagna þessum stóra áfanga með ykkur.
Við hvetjum alla til að koma og heimsækja bókasafnið í Hljómahöll þar sem lestrarupplifun, menning og samfélag fá að njóta sín í nýju og fallegu umhverfi!
Íbúum á Nesvöllum var boðið í heimsókn í dag og fengu leiðsögn um nýja bókasafnið

Hægt er að skoða fleiri myndir á facebook síðu Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)