Allta gaman á Hæfingarstöðinni
Allta gaman á Hæfingarstöðinni

Hæfingarstöðin á Suðurnesjum er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir eldri en 16. ára. Í fyrra blés Hæfingarstöðin til sóknar vegna minnkandi verkefna stöðu og seldu bolluvendi sem þau gera sjálf og tókst það svo vel í fyrra að ákveðið var að endurtaka leikinn. Ágóðinn rennur óskertur í sjóð til notenda sem notaður er til  afþreyingar og árvissra atburða. Bolluvendir verða  til sölu á Hæfingarstöðinni að Hafnargötu 90 og í bakaríum á Suðurnesjum. Bolluvendirnir kosta 500 kr stk.