Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið saman ítarlegar upplýsingar og tölfræði vegna
bólusetninga gegn COVID-19. Upplýsingasíðan mun taka breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga. Það má því ávallt ganga að því vísu að hægt sé að nálgast nýjustu upplýsingarnar um bólusetningar gegn COVID-19 á síðunni.