Breyting á ráðningarferli hjá Reykjanesbæ

Reykjanesbær tekur upp nýja ráðningalausn, H3
Reykjanesbær tekur upp nýja ráðningalausn, H3

Föstudaginn 27. apríl verður tekin í notkun ný ráðningalausn hjá Reykjanesbæ en samningur hefur verið gerður milli bæjarins og Tölvumiðlunar um innleiðingu H3 heildarlausnar í mannauðsmálum.  Ráðningalausnin er fyrsta skrefið. 

Með tilkomu H3 verður auðveldara að halda faglega utan um allar umsóknir, greina, svara og ráða.  Ráðnir einstaklingar flytjast rafrænt inn í aðrar einingar í H3 sem kemur í veg fyrir tvískráningar og minnkar handavinnu. 

H3 ráðningalausnin er rafræn og umsóknir verða á vef Reykjanesbæjar undir laus störf og almenn atvinnuumsókn.  Frá föstudeginum 27. apríl verður því eingöngu tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef bæjarins og á það við störf í allar stofnanir bæjarins sem eru tæplega 40 talsins.  Það sem breytist fyrir umsækjandann er að hann verður að vera með netfang og aðgang að neti til að sækja um starf hjá Reykjanesbæ því svarbréf og aðrar upplýsingar berast rafrænt á netfang umsækjanda.  Starfsþróunarstjóri og stjórnendur stofnana bæjarins vinna svo saman að ráðningarferlinu sjálfu. 

Öll laus störf verða auglýst eins og áður undir laus störf á vef bæjarins og skulu allar eldri umsóknir endurnýjaðar.