Breytingar á reglum um umönnunargreiðslur og niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum

Börn að leik.
Börn að leik.

Breytingar á reglum um umönnunargreiðslur og niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum

Þann 1. janúar 2011 taka gildi nýjar reglur um umönnunargreiðslur og niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum.

Umönnunargreiðslur verða greiddar til foreldra barna frá því að töku fæðingarorlofs lýkur og þar til barnið verður 15 mánaða.

Niðurgreiðsla vegna daggæslu barna verður veitt frá 16 mánaða aldri þar til barninu býðst leikskólapláss.
Veittur er afsláttur á gjaldi dagforeldra eftir tímafjölda, að hámarki 25 þúsund krónur pr. mánuð. Niðurgreiðslan getur að hámarki verið í 11 mánuði á ári hverju.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta