- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Breytingar verða gerðar á þjónustu strætó í Reykjanesbæ frá og með næstu áramótum vegana niðurskurðar í rekstri.
Áhersla er lögð á óbreyttan skólaakstur og verður þjónusta við íbúa á Ásbrú aukin auk þess sem bætt verður við tengingu við Dalshverfi 2.
Utan aksturs að morgni og eftir skóla verður ekið á klukkutíma fresti í stað 30 mínútna áður í Njarðvíkur- og Keflavíkurhverfi. Þá verður síðasta ferð kl. 18:30 í stað 20:30.
Helgarakstur verður lagður niður en sumarakstur mun halda sér með betri þjónustu á Ásbrú og í Hafnir. Ekki gerist þörf á að breyta þeim akstursleiðum, heldur einungis tíðni ferða.
Lögð er áhersla á að halda leiðakerfinu óbreyttu en þannig skapast svigrúm til þess að bæta þjónustuna á ný þegar betur árar án mikils tilkostnaðar. Hagræðingin er gerð á grundvelli mælinga á þjónustu Strætó.
Kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim. og kl. 9:00-15:00 fös