Breytingar á þjónustu og starfsemi vegna Covid-19

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Hér fyrir neðan eru birtar helstu upplýsingar, og uppfærðar reglulega, um áhrif Covid-19 á starfsemi og þjónustu Reykjanesbæjar.

Fjöldatakmörk samkomubanns hækka úr 50 í 200 manns 25. maí næstkomandi.  Þetta er meðal þess sem leiðir af nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. 

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna fyrir almenning. Breytingar eru á opnunum hjá Nesvöllum, Hæfingarstöðinni og öðrum heilbrigðisstofnunum. Við minnum á handþvott og tveggja metra regluna. 

Ráðhús og þjónustuver

Afgreiðslutími í þjónustuveri ráðhúss Reykjanesbæjar verður hefðbundinn frá og með mánudeginum 4 maí, opið frá kl 9 -16 sama gildir um símsvörun í þjónustuveri (421 6700).

Almenningssamgöngur

Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu eftirfarandi breytingar taka gildi hjá Strætó í Reykjanesbæ.

  • Virkir dagar frá 7:00 – 19:00 tímar og tíðni skv. tímatöflum
  • Laugardagar frá 10:00 – 16:00 tímar og tíðni skv tímatöflum
  • Það verður ekki ekið á sunnudögum

Fræðslusvið

Skrifstofa fræðslusviðs mun leggja áherslu á að veita skólaþjónustu með fjölbreyttum leiðum. Áhersla verður lögð á að finna leiðir sem henta hverju sinni til að veita góða þjónustu og um leið mæta kröfum um sóttvarnir. Þannig mun áfram vera lögð áhersla á að nýta fjarfundarbúnað og símtöl samhliða því að hitta nemendur, foreldra og starfsmenn í rýmum þar sem hægt er að fylgja kröfum um sóttvarnir.

Grunnskólar

Skólastarf verður með hefðbundnum hætti. Útfærsla viðburða eins og vorhátíða, vorferða og útskrifta taka mið af tilmælum sóttvarnarlæknis um fjölda- og fjarlægðartakmarkanir fullorðinna. Forgangslistar almannavarna vegna starfa foreldra í framlínuþjónustu falla úr gildi og börn þeirra fá sambærilega þjónustu og önnur börn. Áskriftir skólamáltíða taka aftur gildi og gjaldskrá í frístundaheimilum tekur aftur gildi

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Frá og með mánudeginum 4. maí fer Tónlistarskóli Reykjanesbæjar úr fjarkennslu yfir í hefðbundið kennsluform. Hljóðfærakennslan sem við sinnum út í grunnskólunum hefst að nýju, sem og forskólakennslan (1. og 2. bekkur). Önnur hljóðfærakennsla, söngkennsla og meðleikur fer að nýju fram í tónlistarskólanum. Allar tónfræðagreinar færast aftur inn í tónlistarskólann og hljómsveita- og samspilsstarf verður með þeim hætti sem hæfir hverjum hópi þær fáu vikur sem eftir lifir af skólaárinu.

Stefnt er að því að halda alla vortónleika, sem og tónleika nemenda á framhaldsstigi, en án tónleikagesta. Við vonumst til þess að hægt verði að streyma öllum þessum tónleikum.

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 29. maí kl.18.00.  Viðstaddir verða einungis þeir sem koma að skólaslitunum með beinum hætti, t.a.m. nemendur sem taka við áfangaprófsskírteinum sínum, nýr handhafi Hvatningarverðlauna Íslandsbanka, þeir nemendur sem munu flytja tónlist og svo ég og aðstoðarskólastjóri. Alls rétt innan við 50 manns sem verður dreift um salinn.

Skólaslitunum verður síðan streymt á netinu.

Leikskólar

Leikskólar Reykjanesbæjar verða opnir að fullu frá og með 4. maí fyrir þau börn sem þar dvelja. Umferð fullorðinna inni í leikskólunum verður þó takmörkuð eins og hægt er með góðu móti. Forgangslistar almannavarna vegna starfa foreldra í framlínuþjónustu falla úr gildi og börn þeirra fá sambærilega þjónustu og önnur börn.

Bókasafnið

Bókasafnið verður opið á hefðbundnum tíma eins og auglýst er á heimasíðu. Takmarkanir verða með fjölda og talið verður inn í safnið og verður miðað við 200 í heildina. Aðeins er gengið inn í safnið við aðalinngang Tjarnargötumegin. Hvetjum alla að muna eftir tveggja metra reglunni.

Duus Safnhús og Hljómahöllin

Duus Safnhús opnar frá og með 5. maí en Hljómahöllin opnar frá og með 4. maí.  Takmarkanir verða með fjölda og talið verður inn í söfnin og verður miðað við 200 í heildina. Aðeins verður notaður einn inngangur og við hvetjum alla að muna eftir tveggja metra reglunni.

Viðburða- og hátíðahald

Allt viðburða- og hátíðahald sumarsins verður með breyttu sniði og tekur mið af ákvörðun heilbrigðisráðherra  um takmörkun á samkomum vegna COVID-19 sjúkdómsins. Nú gildir að fjöldasamkomur sem telja fleiri en 200 eru óheimilar.

Barna- og ungmennahátíð sem fara átti fram 7.-24.maí verður með breyttu sniði. Listsýning allra skólastiga í Duus Safnahúsum, hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa og fjölskyldudagskrá við Duus Safnahús fellur niður. 

Boðið verður upp á ratleik fyrir alla fjölskylduna 23.-24.maí og rafræna miðlun á undirbúningi listsýningar leik- og grunnskólabarna.

 Sjómannamessa á vegum Njarðvíkurkirkju í Duus Safnahúsum verður send út með rafrænum hætti á sjómannasunnudag 7.júní.

 17. júní hátíðarhöld verða með breyttu sniði. Messa í Keflavíkurkirkju verður send út rafrænt. Hefðbundin hátíðardagskrá, þ.e. fánahylling, ávarp fjallkonu og ræða dagsins, fer fram í skrúðgarðinum í Keflavík og verður henni streymt. Skemmtidagskrá í skrúðgarði verður felld niður en leitað er leiða til að fjölskyldur og börn geti haldið daginn hátíðlegan með nýstárlegum hætti.

Fjörheimar og 88 Húsið

Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna er að hefjast 4. maí og nánari upplýsingar er að finna inn á heimasíðum félaganna.

Það gleður okkur að tilkynna að hefðbundin opnun hefst aftur 4. maí í Fjörheimum.  Það er fjölbreytt dagskrá hjá okkur eins og vanalega. Fjölmiðlaklúbburinn er nýr klúbbur sem mun sjá um ljósmyndun, hönnun auglýsinga, frétta og upptöku og umsjón með sjónvarpsþættinum okkar, FjörTV! Þeir sem hafa áhuga hafa samband við okkur hér á Facebook, Instagram eða í Fjörheimum.

Eins og undanfarin ár í maí mánuði þá bjóðum við 4. bekk að mæta með 5.-7. bekk og 7. bekk að mæta með 8.-10. bekk.

Þeir sem eru í 10 bekk eru velkomnir í 88 húsið á miðvikudögum. Þá verðum við með opið hús þar sem ungmenni geta gert sér ýmislegt til dægrastyttingar.

Sundlaugar og íþróttamannvirki

Íþróttamannvirki verða opnuð:

  • Íþróttastarf barna á leik- og grunnskólastigi verða með engar fjöldatakmarkanir
  • Íþróttastarf fullorðinna í umsjón íþróttafélaga verður opnuð frá og 25 maí með fjöldatakmarkanir upp að 200 manns.        
  • Sundmiðstöð opnar.
  • Reykjaneshöll opnar fyrir gönguhópa frá og með 25 maí. 

Skrifstofa velferðarsviðs

Velferðarsvið leggur áherslu á að starfsfólk sinni samskiptum við þjónustuþega og aðra íbúa með rafrænum hætti, í gegnum síma og tölvusamskipti, þar sem því verður við komið. Íbúar eru því sérstaklega hvattir til að koma sínum erindum á framfæri í tölvupósti eða síma eins og hægt er eða nota rafrænar lausnir einsog þjónustugáttina Mitt Reykjanes, https://mittreykjanes.is/web/login.html 

Félagsleg þjónusta

Í þjónustugáttin https://mittreykjanes.is/web/login.html er hægt að skila inn og óska eftir gögnum og sækja um ýmsa þjónustu með einföldum og fljótlegum hætti, m.a. er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð, sérstakan húsnæðisstuðning, félagslegt leiguhúsnæði og ýmsa stuðningsþjónustu í gegnum þjónustugáttina. Eftir að umsókn hefur borist í gegnum þjónustugáttina, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum munu ráðgjafar vera í sambandi við umsækjendur í gegnum tölvu eða síma við afgreiðslu umsóknar, allt eftir þörfum.

Íbúar sem hafa spurningar eða beiðni varðandi þjónustu við eldri borgara eru hvattir til þess að hafa samband við Nesvelli í síma 420 3400 eða senda tölvupóst á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is.

Barnavernd

Tekið er á móti barnaverndartilkynningum á skrifstofutíma í síma 421 6700 og í síma 112. Barnaverndarstarfsmenn sinna öllum brýnum málum sem upp kunna að koma og geta ekki beðið, enda mikilvægt að gæta ætíð vel að því að velferð barns sé ekki ógnað. Öll berum við samfélagslega ábyrgð á velferð barna og ungmenna og mikilvægt að almenningur láti sig hag barnavarða, aðstoði ef hægt er og tilkynni til barnaverndar ef það á við.

Björgin

Björgin-Geðræktarmiðstöð Suðurnesja opnar án takmarkana mánudaginn 25.maí.

Opnunartími er mánudaga til fimmtudaga frá kl.8.30-15.30 og á föstudögum frá kl.8.30-13.00.

Farið verður eftir fyrirmælum um fjarlægð milli einstaklinga eftir bestu getu, persónulegt hreinlæti, þrif á búnaði og húsnæði. Einnota hanskar og handspritt verða til staðar. Við viljum brýna fyrir notendum að þeir koma í Björgina á eigin ábyrgð og á það sérstaklega við um notendur sem eru í áhættuhópi. Þrátt fyrir fulla opnun á nýjan leik og rýmri fjölda sem má koma saman megum við ekki sofna á verðinum og þurfum að gæta ítrustu varkárni. Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið samband við starfsmenn í síma 420 3270 eða á netfangið bjorgin@reykjanesbaer.is

Hlökkum til að sjá ykkur J
Kær kveðja, starfsmenn Bjargarinnar

 

Hæfingarstöðin

Hæfingarstöðin á Suðurnesjum fellur aftur í fyrra horf.  Viðvera notenda í Hæfingarstöðinni verður háð takmörkunum upp að 200 manns.

Nánari upplýsingar í Hæfingarstöðinni s: 420 3250  

Nesvellir þjónustumiðstöð

Þjónustuborð er opið frá kl. 8.00 – 16.00 alla virka daga. Íbúar sem hafa spurningar eða beiðnir varðandi þjónustu við eldri borgara eru hvattir til að hafa samband í síma 420 3400 eða senda tölvupóst á netfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Mötuneytið á Nesvöllum opnar. Boðið verður uppá hádegismat frá og með 25 maí. Opnunartími verður með breyttu sniði til að byrja með. Opið verður frá klukkan 12:00.  Matargestir eru vinsamlegast beðnir um að koma ekki í þjónustumiðstöðina fyrr en salurinn opnar klukkan 12:00. Eldri borgurum stendur til boða heimsending matar og er þeim sem þess óska bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Nesvalla í síma 420 3400. 

Félagsstarf  í listasmiðju opnar fyrir gesti og gangandi samkvæmt stundarskrá frá og með 25 maí.  Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 420 3400

Fjölþætt heilsurækt 65+ mun halda áfram með óbreyttu sniði í maí og þátttakendur fylgja sínum þjálfunarprógrömmum um daglega hreyfingu, heimaæfingar og fá senda heilsupistla. Enn eru í gildi takmarkanir á notkun inniaðstöðu til æfinga.

Dagdvalir aldraðra verða opnaðar með venjubundnu sniði.  Nánari upplýsingar í síma 420 3400