Byggða- og Listasafnið hljóta styrki

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Listasafn Reykjanesbæjar hlutu styrki til sex verkefna úr safnasjóði á dögunum. Verkefnin eru fjölbreytt, frá sýningum yfir í þjóðháttasöfnun, skráningu og miðlun safneignar og safnfræðslu.

Það er því óhætt að segja að fram undan séu spennandi tímar. Styrkir sem þessir gefa söfnunum tækifæri til að efla starfsemi sína bæjarbúum og öðrum til góða.