Dagforeldra vantar til starfa

Viltu vinna með litlum snillingum

Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum umsækjendum um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Umsækjendur verða að fá góð meðmæli frá fyrri vinnuveitendum og hafa áhuga á umönnun ungra barna ásamt góðri aðstöðu til daggæslu á heimilum sínum.

Allir nýir dagforeldrar skulu sækja starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra og niðurgreiðir bærinn helming af námsgjaldinu.

Sjá má frekari upplýsingar um dagforeldra hér og einnig veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi nánari upplýsingar í síma 421-6700.