- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Á dögunum keyptu allir starfandi dagforeldrar í Reykjanesbæ hljóðdiskinn „Leikum og lærum með hljóðin" eftir Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðing. Góður málþroski byggist á nokkrum mikilvægum þáttum og þar á meðal er hljóðkerfisvitund. Það er því mikilvægt að örva og ýta undir hljóðmyndun þegar börn eru ung og á næmiskeiði máltökunnar. Hljóðdiskurinn Leikum og lærum með hljóðin er mikið notaður í leik og starfi með börnum í leikskólum bæjarins og það er því ánægjulegt að dagforeldrar leggi sitt af mörkum í framtíðarsýn menntamála með því að bjóða börnum sem hjá þeim dvelja upp á gæða námsefni sem stuðlar að góðum málþroska.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)