Sund er heilsubætandi.
Sund er heilsubætandi.

Samvinna - Þátttaka - Árangur

Vikuna 1. - 7. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ.  Þetta er í fimmta skiptið sem  heilsu og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Markmiðið með heilsu-og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið  frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna og ýmis tilboð í gangi í fyrirtækjum heilsutengd.  Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér dagskrána og sækja þessa fjölmörgu viðburði.