Dagskrá heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ

Heilsu- og forvarnarvikan

3. október – 9. október 2011

Dagana 3. - 9. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Þetta er í fjórða skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna - Þátttaka - Árangur.  Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.  

Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir í bænum.  Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð og því um að gera að kynna sér hana vel.  

SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER

Kl: 10:00 frá Akurskóla. Akurskóli býður áhugasömum í gönguferð um Brauðstíginn. Gengið frá Eldvörpum út í gróft Sundvörðuhraunið þar til komið er inná slétt helluhraunið og því fylgt að fallega hlöðnum hraunbyrgjum sem standa í hraunbreiðunni. Áætlað er að gönguferðin taki um 2 – 3 tíma. Göngufólk hafi með sér drykk og nesti. Fyrir göngunni standa Helga og Anna Soffía sem ætla að stofna gönguhóp og halda áfram að ganga á fjöll a.m.k. 1x í mánuði í vetur. Þeir sem eru áhugasamir um að vera með, setjið ykkur í samband við Helgu á helga.eiriksdottir@akurskoli.is eða Önnu Soffíu á annawah@simnet.is

MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER

Kl: 9:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Drengir á Bifröst ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 10:00 Leikskólinn Holt býður foreldrum og öðrum bæjarbúum í kraftgöngu skipulagða m.t.t. aldurs og þroska leikskólabarnanna. Þrautabrautir úti eða í sal, boltaleiki á íþróttavellinum.
Kl: 10:00 Stafaganga frá Nesvöllum á vegum tómstundastarfs eldri borgara.
Kl. 12:05 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími í Spinning
Kl: 17:00 Innri-Njarðvíkursöfnuður með barnastarf í Akurskóla. Farið í leiki úti og inni.
Kl: 17:25 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími í Spinning
Kl: 18:00 – 19:00 Sundmiðstöðin. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 18:30 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími í Spinning
Kl: 18:30 Lífsstíll Sundmiðstöð. Opinn Yogatími
Kl: 19:30 Fjörheimar. Daníel Cramer nemi í tómstunda-og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands fjallar um mikilvægi heilsu og kynnir holla næringardrykki. Kynningin er fyrir nemendur í 8. – 10. bekk grunnskóla Reykjanesbæjar
Kl. 19:30 – 20:30 Geðræktarganga fyrir alla fjölskylduna. Formleg setning Heilsu-og forvarnarvikunnar. Lagt af stað frá Björginni, Suðurgötu 12 – 14. Allir hjartanlega velkomnir.
Kl: 20:30 Guðbjörg Jónsdóttir, heilsuráðgjafi Herbalife, hlaupastílskennari, ÍAK-einkaþjálfari „Komdu þér í FORM með því að læra að hlaup og líða VEL á meðan“ K-húsið, Hringbraut 108

ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER

Kl: 9:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Stúlkur á Ásgarði ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 10:00 Leikskólinn Holt býður foreldrum og öðrum bæjarbúum í kraftgöngu skipulagða m.t.t. aldurs og þroska leikskólabarnanna. Þrautabrautir úti eða í sal, boltaleiki á íþróttavellinum.
Kl: 10:30 Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fjallað verður um gildi mataræðis og útiveru.
Kl: 10:00 Nesvellir. Kynning á dansi sem þjálfun í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 12:05 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími Insanity
Kl: 12:45 – 15:30 Skákmót Hressra Hróka. Skákmót í Björginni, geðræktarmiðstöðinni á Suðurnesjum, Suðurgötu 12- 14. Öllum velkomið að taka þátt.
kl: 13:00 - 16:00 Opið hús í Björginni, geðræktarmiðstöðinni á Suðurnesjum, Suðurgötu 12 -14. Allir velkomnir að kíkja við og kynna sér starfsemina.
Kl: 16:00-18:00 Opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15. Ókeypis ráðgjöf og mat á
stoðkerfiseinkennum auk blóðþrýstings- og blóðsykursmælinga.
Kl: 17:30 – 19:00 Fálkaskátar: Strákar og stelpur 5 – 7 bekkur. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 19:30 Karma Keflavík. Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur verður með fyrirlestur um heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði.
Kl: 20:00 - 21:30 Dróttskátar: Strákar og stelpur í 8 – 10 bekk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 20:00 Offita barna – varnir og ráð Þrúður Gunnarsdóttir dr. Í lýðheilsuvísindum fjallar um offitu barna.  Keilir, Grænásbraut 910.  

MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER

Kl: 06:00 - 07:00 Sundmiðstöðin. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 9:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Stúlkur á Valhöll ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum  velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 9:00 Boltaleikfimi á Nesvöllum í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 13:00 - 20:00 Íþróttahúsið á Ásbrú býður frítt í skvass
Kl: 14:00 - 16:00 Opið hús hjá Lundi, Suðurgötu 15. Kynning og heitt kaffi á könnunni.
Kl: 14:00 Fermingarfræðsla fyrir börn úr Njarðvíkurskóla í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Samhengi forvarna og trúar.
Kl: 15:10 Fermingarfræðsla fyrir börn í Akurskóla. Samhengi forvarna og trúar.
Kl: 15:00 - 18:00 Arka kynnir í Nettó Reykjanesbæ Berry safa.
Kl: 16:00 – 18:00 Opið hús í Heilsumiðstöð Birgittu, Hafnargötu 48a, frí heilsu-og næringarráðgjöf.
Kl: 17:25 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími Insanity
Kl: 18:00 Stapaganga. Starfsfólk leikskólans Holts býður til göngu. Lagt af stað frá Tjarnargrillinu. Allir velkomnir.
Kl: 19:30 Stelpuklúbbur Fjörheima í umsjá Söru Björnsdóttur. Viðburður sérstaklega ætlaður stúlkum í 8. – 10. Bekkjum grunnskóla Reykjanesbæjar
Kl: 20:00 - 21:30 Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ bjóða á kvöldvöku í skátaheimilinu Hringbraut 101. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kl: 20:00 Heilbrigð heilsuefling Gunnlaugur Birgisson, sjúkraþjálfari og Harpa Eiríksdóttir sem hefur lést um xx kíló með aðstoð næringar- og offituteymis Reykjalundar.  Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Keilis, Grænásbraut 910.  

Frír aðgangur í báðar Lífsstílstöðvarnar, í Lífsstíl Vatnsnesvegi og Sundmiðstöðinni.
Heilsuhúsið Reykjanesbæ er með kynningu og kynningartilboð á Balance Bold(Jona-armböndin)
Forvarnardagur forsetans Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli, fer fram í grunnskólum landsins í 6 sinn. Sú nýjung á sér nú stað að framhaldsskólar landsins taka í fyrst sinn þátt í Forvarnardeginum og verða í með myndbandasamkeppni milli framhaldsskólanna.

FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER

Kl: 09:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Drengir og stúlkur á Útgarði ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 10:00 Leikskólinn Holt býður foreldrum og öðrum bæjarbúum í kraftgöngu skipulagða m.t.t. aldurs og þroska leikskólabarnanna. Þrautabrautir úti eða í sal, boltaleiki á íþróttavellinum.
Kl: 10:00 Leikfimi á Nesvöllum í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 10:30 Foreldramorgun í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fjallað verður um gildi mataræðis og útiveru.
Kl: 12:00 - 13:00 Streita og streitustjórnun. Sálfræðingarnir Paola Cardenas og Steinunn Anna Sigurjónsdóttir halda fyrirlestur um streitu og streitustjórnun í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skólavegi 6, 3 hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Kl: 15:00 - 18:00 Heilsa kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 15:00 - 18:00 Yggdrasill kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 15:00 - 18:00 Arka kynnir í Nettó Reykjanesbæ Berry safa.
Kl: 16:00 - 17:30 Drekaskátar: Strákar og stelpur í 2 – 4 bekk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér skátastarfið er velkomið að koma og fylgjast með og/eða taka þátt í hefðbundnum fundi.
Kl: 16:00 - 18:00 Opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15. Ókeypis ráðgjöf og mat á stoðkerfiseinkennum auk blóðþrýstings- og blóðsykursmælinga.
kl: 16:30 Hjólað á milli skóla. Lagt af stað frá íþróttahúsi Myllubakkaskóla og hjólað að Heiðarskóla. Þaðan liggur leiðin að Holtaskóla, svo verður farið að Njarðvíkurskóla og ferðinni lýkur við Akurskóla þar sem boðið verður upp á ávexti. Hægt verður að slást í hópinn hvar sem er á leiðinn og hætta þegar þátttakendur kjósa. Áð verður við hvern skóla þar sem stutt kynning fer fram. Fararstjóri verður Gísi B. Gunnarsson.
Kl: 16:30 Kirkjuprakkarar, barnastarf fyrir 6 -9 ára krakka. Farið í leiki úti og inni. Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Kl: 17:25 Lífsstíll Vatnsnesvegi. MARAÞON-spinning, opinn tími.
Kl: 17:30 Æskulýðsstarf Njarðvíkurkirkju fyrir 10 ára og eldri. Farið í leiki og börnin frædd um samhengi forvarna og trúar.
Kl: 17:30 - 19:00 Bara gras? Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ. Fræðsla til foreldra á Suðurnesjum um skaðsemi kannabis.
Kl: 18:00 - 19:00 Hlaupaæfing, Íþróttamiðstöðin í Njarðvík. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 19:30 Karma Keflavík. Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur verður með fyrirlestur um heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði.

Heilsuhúsið Reykjanesbæ er með kynningu og kynningartilboð á Balance Bold(Jona-armböndin)

FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER

Kl: 06:00 Lífsstíll, Sundmiðstöð. Opinn tími í CrossFit
Kl: 9:30 Allir kjarnar á Gimli saman í yoga, dans og söng. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans velkomnir.
Kl: 11:30 - 13:30 Heilsumatur á Nesvöllum. Menu veitingar.
Kl: 12:00 - 14:00 Heilsuhótel Íslands ehf. Lindarbraut 634, 235 Reykjanesbæ, býður upp á heilsuskoðun, þ.m.t. blóðþrýstings-og blóðsykursmælingar, stutt nudd og fyrirlestur um fyrirbyggjandi meðferð húðar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00
Kl: 13:00 - 17:00 Verslunarmiðstöðin Krossmóa(Nettó). Heilbrigðisstarfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja bjóða upp á blóðsykurs-og blóðþrýstingsmælingar fyrir almenning.
Kl: 15:00 - 18:00 Heilsa kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 15:00 - 18:00 Yggdrasill kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.
Kl: 17:30 – 19:00 Sundmiðstöðin. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.

Heilsuhúsið Reykjanesbæ er með kynningu og kynningartilboð á Balance Bold(Jona-armböndin)

LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER

Kl: 10:00 Fjöldaskokk frá Bláa skúrnum undir stjórn Guðbjargar Jónsdóttur heilsuráðgjafa, hlaupastílskennara og ÍAK-Einkaþjálfara
kl: 13:00 Gönguferð á Þorbjörn. Isavia og Fríhöfnin bjóða starfsmönnum og bæjarbúum í gönguferð á Þorbjörn undir fararstjórn Rannveigar Garðarsdóttur svæðisleiðsögumanns um Reykjanes. Starfsmenn/bæjarbúar mæta á eigin bílum við vatnstankinn sem stendur við Grindavíkurveg og er við rætur Þorbjarnar. Gengið verður meðfram fjallinu en hæðin er 240 m og upp Gyltustíg í gegnum Þjófagjá, í toppi fjallsins, niður að gömlum hermynjum frá stríðsárunum. Þaðan verður gengið niður af fjallinu að Baðsvöllum þar sem göngufólk getur borðað nesi og þaðan er stutt að bílunum. Gangan tekur u.þ.b. 2 – 3 klst. og er við hæfi fyrir alla aldurshópa
Kl: 14:00 - 15:00 Í tilefni Heilsuvikunnar í Reykjanesbæ ætla Bryn Ballett Akademían og Alkemistinn að vera með OPIÐ HÚS í sameiginlegu húsnæði sínu að Flugvallarbraut 733, á Ásbrú í Reykjanesbæ, laugardaginn 8.október
Kl.14:00 til 15:00. Kynning á lífrænt vottuðum húðverndunarvörum frá Alkemistanum hefst kl. 14:00. Upplýsingar um Bryn Ballett Akademíuna er finna á www.bryn.is og um Alkemistann á www.alkemistinn.is. Allir velkomnir.
Kl: 15:00 - 18:00 Heilsa kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.

SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER

Kl: 10:00 frá Akurskóla. Katlar. Hraunsvæði vestan Selatanga. Þar er að finna hellisskúta og gamlar refagildrur, líkast til frá 18. Eða 19. Öld. Skemmtilegt ævintýrasvæði. Áætlað er að gönguferðin taki um 2 – 3 tíma. Göngufólk hafi með sér drykk og pylsur. Ljúkum ferðinni með því að grilla pylsur sem hver kemur með sér að heiman. Fyrir göngunni standa Helga og Anna Soffía sem ætla að stofna gönguhóp og halda áfram að ganga á fjöll a.m.k. 1x í mánuði í vetur. Þeir sem eru áhugasamir um að vera með, setjið ykkur í samband við Helgu á helga.eiriksdottir@akurskoli.is eða Önnu Soffíu á annawah@simnet.is
Kl: 11:00 - 12:00 Hjólaæfing, Íþróttamiðstöðin í Njarðvík. 
Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 11:00 Njarðvíkurkirkja. Fjölskylduguðþjónusta og sunnudagaskóli. 
Rætt um forvarnir.
Kl: 15:00 - 18:00 Heilsa kynnir í Nettó Reykjanesbæ ýmsar heilsuvörur.

ANNAÐ:

„Bækur í boðgöngu“ Bókasafn Reykjanesbæjar ætlar að senda nokkrar bækur af stað út í mannhafiðmeð einstaklingum sem bæði eru þekktir fyrir hreysti og hugarleikfimi. Bækurnar munu ganga mann frá manni í vikunni og vera til yndis öllum þeim sem fá þær í hendurnar. Það er einfalt mál að gera lestur að lífsstíl.

Átak Sjúkraþjálfun, Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ býður upp á 6 mínútna þolpróf ásamt BP mælingu fyrir og eftir. Bóka þarf tíma í síma 421-7474. Allir velkomnir.
Heilsuhúsið Reykjanesbæ. Alla vikuna heitt te á könnunni og ýmislegt gott að smakka. Ýmis tilboð í gangi til 5. Október, nánar í Heilsufréttum. Skoðið einnig Balance bond tilboðin 6. Og 7. Október.

Karma Keflavík Heilsuvikutilboð á Karmavefjum með salati , hollum og góðum skyndibita, næringalega rétt samsettur og inniheldur einungis 400 hitaeiningar, verð kr: 750,-. Fimm tegundir, indverskar, suðrænar, mexíkanskar, íslenskar og krakkavefjur.

Lífsstíll býður 10% afslátt af öllum kortum í Heilsu-og forvarnarviku Reykjanesbæjar og frítt í þá tíma sem auglýstir eru í dagskrá Heilsu-og forvarnarvikunnar 3. – 7. október.

Lyf og heilsa Keflavík býður upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingar í heilsu-og forvarnarvikunni og mælingar á blóðsykri og blóðfitu gegn vægu gjaldi.

Skólamatur ehf. býður ávallt upp á hollan, góðan og heimilislegan mat. Í heilsu-og forvarnarvikunni verður öllum nemendum í Reykjanesbæ að auki boðið upp á lýsi.

Valgeirsbakarí býður upp á mikið úrval af heilkornabrauði. Heilkornabrauð eru möluð með nýrri tækni og mjölið inniheldur alla hluta kornsins og er því mjög trefjaríkt auk þess að innihalda holl efni úr kíminu. Valgeirsbakarí býður einnig upp á brauð með ólíka eiginleika s.s. gerlaus brauð, glútenlaus brauð (þarf að panta) og gerlaus speltbrauð. Fáðu heilsuvörurnar ferskar og á góðu verði í Valgeirsbakarí. 

Lyfja Keflavík, Krossmóa 4, býður 25% afslátt af Solaray bætiefnum og 10% afslátt af Micorlife blóðþrýstingsmælum 3-9. október.