Dagur leikskólans

Leikskólabörn
Leikskólabörn

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins fimmtudaginn 6. febrúar. Þetta er í þrettánda skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Leikskólakennarar, stjórnendur leikskólanna og starfsfólk er hvatt til að halda upp á daginn með einhverjum hætti. Margir leikskólar hafa opið hús og eða vekja athygli á frábæru starfi leikskólanna með öðrum hætti. Auk þess gera leikskólar um allt land starf sitt sýnilegt. 

Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag,