- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Dagur leikskólans er í dag, laugardaginn 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er í fjórtánda sinn sem haldið er upp á daginn.
Tilgangur dagsins er að ýta undir jákvæða umræðu um leikskólastarf og kynningu á því út á við. Það er meðal annars gert með því að veita hvatningarverðlaunin Orðsporið. Þau eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í því að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna.
Handhafi Orðsporsins 2021 er leikskólastigið. Það hefur mætt mikið á kennurum, stjórnendum og öðru starfsfólki á leikskólastiginu undanfarið ár við að halda leikskólastarfinu gangandi. Innilega til hamingju með verðlaunin.
Leikskólarnir í Reykjanesbæ hafa fagnað deginum með ýmsum hætti. Reykjanesbær óskar starfsfólki sínu í leikskólum til hamingju með Dag leikskólans og þakkar fyrir þeirra vinnu.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)