Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur á morgun 5. febrúar

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 5. febrúar en þá gera leikskólar sér dagamun í tilefni dagsins.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og halda því í ár upp á 60 ára afmæli sitt jafnframt.

Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað árið 2008 og haldið hefur verið upp á daginn síðan og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.

En þar sem daginn ber upp á laugardag í ár var ákveðið að færa hátíðarhöld til föstudagsins.

Reykjanesbær sendir Félagi leikskólakennara árnaðaróskir í tilefni 60 ára afmælis samtaka leikskólakennara.