Drónar á Ljósanótt

Dróni.
Dróni.

Nokkur umræða hefur átt sér stað í öryggisnefnd Ljósanætur vegna ómannaðra flygilda eða dróna eftir ábendingar sem borist hafa til nefndarinnar um hættuna sem af slíku flugi getur skapast. Í framhaldi af því fór Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í saumana á málinu í samráði við Ríkislögreglustjóra og ráðuneyti og hefur nú sent frá sér tilmæli.

Tilmæli Lögreglustjórans eru þau að flug ómannaðra loftfara eða flygilda hvers konar, sem ganga undir nafninu drónar, verði ekki yfir byggð eða þar sem mannfjöldi er saman kominn á Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ.