Duus safnahús og Rokksafnið komu vel út úr þjónustukönnun

Bryggjuhús Duus Safnahúsa.
Bryggjuhús Duus Safnahúsa.

Duus safnahús og Rokksafn Íslands fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar. Þetta kemur fram í gestakönnun sem Rannsókn og ráðgjöf vann sl. sumar. Niðurstöður voru kynntar á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar 10. desember sl.

Nokkrar athyglisverðar niðurstöður fengust í könnununum s.s. að konur eru í meirihluta gesta á báðum stöðum og gestir Rokksafnsins eru að meðaltali 15 árum yngri en gestir Duus Safnahúsa. Alls 51% íslensku gestanna höfðu komið áður í Duus safnahús en einungis 7% erlendu gestanna. Flestir erlendu gestanna á báðum söfnum komu frá Norður-Ameríku,  41% í Duus safnahúsum og 36% í Rokksafni. Bretar og gestir frá Suður- og Mið-Evrópu voru einnig fjölmennir á báða staði. Einnig var spurt hvort og þá hvaðan ferðamennirnir hefðu fengið upplýsingar um söfnin  og ljóst er að ferðahandbækur s.s. Lonely Planet og ýmsir vefir eins og Trip Advisor eru að hafa áhrif.

Þetta er í annað sinn sem þessar kannanir eru gerðar í söfnunum og markmiðið er að átta sig á samsetningu hópanna sem sækja söfnin heim og afstöðu þeirra til safnanna með það í huga að þróa starfsemina í rétta áttir.