- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Eldgos hófst rétt fyrir kl. 4 í nótt milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Sprungan hefur lengst til norðausturs og er nú nærri tveggja kílómetra löng. Þrátt fyrir að gosið sé á tiltölulega heppilegum stað m.t.t. innviða, veldur það verulegri gasmengun eins og stendur.
Mengun mælist í morgun mjög mikil í Innri Njarðvík og fór styrkur brennisteinsdíoxíðs í yfir 5000 µg/m³ – langt yfir heilsuverndarmörkum.
Tekin hefur verið ákvörðun að loka vinnuskólanum í dag vegna mengunar og nornahára, lítilla glerflísa sem fjúka yfir bæinn.
Þá hefur útisvæði í Vatnaveröld einnig verið lokað vegna nornaháranna sem geta stungist upp í fætur á gestum. Innisvæðið er áfram opið.
Fólk er hvatt til að:
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með spám og tilkynningum næstu daga.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)