EM stemmning í Reykjanesbæ

Börn og fullorðnir íbúar Reykjanesbæjar eru komnir í góðan gír fyrir fyrsta leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu á EM sem fram fer kl. 19:00 í kvöld. Heyra mátti börn á leikjanámskeiði hrópa „Ísland er á EM“ á rölti um bæinn í blíðviðrinu í dag.

Ekki síðri stemmning hefur verið á leikskólanum Tjarnarseli. Að sögn Ragnhildar Sigurðardóttur aðstoðarleikskólastjóra hlakkar börn og starfsfólk svo til kvöldsins að stemmningin hefur verið rifinn upp í leikskólanum, m.a. með andlitsmálun og hvatningarhrópum. ÁFRAM ÍSLANDS!

Verið er að leggja lokahönd á undirbúnin EM skjásins á Tjarnargötutorgi, þar sem stefnt er að sýna leikinn í beinni útsendingu.