Kynning á aðalskipulagi Reykjanesbæjar

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020 - 2035

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 21. desember 2021 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 24. mars 2022 til 6. maí 2022. Tillagan er einnig aðgengileg hér á heimasíðu Reykjanesbæjar (sjá hér neðar).

Íbúafundir um efni tillögunnar verður haldinn mánudaginn 28. mars og upplýsingar um hann má finna  hér

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. maí 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

GREINARGERÐ

Þéttbýlisuppdráttur

Sveitarfélagsuppdráttur

Ásbrú rammahluti aðalskipulags