Engin bilun í götulýsingum bæjarins

Slökkt hefur verið á götulýsingum í Reykjanesbæ og ekki kveikt aftur fyrr en 1. ágúst. Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar sviðsstjóra Umhverfissviðs er engin þörf á lýsingu þessa tvo björtustu mánuði ársins. „Hér er því ekki um bilun að ræða né lokun á aðgengi rafmagns til Reykjanesbæjar,“ segir Guðlaugur.

Undanfarin tvö sumur hefur þessi háttur verður hafður á í götulýsingum bæjarsins og gefist vel, auk þess sem töluverður sparnaður hlýst af því að slökkva yfir hásumarið. Nú er bara að vonast eftir björtum sumarnóttum næstu vikurnar og um að gera að njóta ljósanna frá sólinni.