Betri svefn - rafræn fyrirlestur

Þriðjudaginn 15. mars næstkomandi mun Dr. Erla Björnsdóttir halda rafrænan fyrirlestur þar sem fjallað verður um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur.

Erla mun meðal annars fjalla um eftirfarandi atriði:

  • Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
  • Hvernig virkar líkamsklukkan?
  • Hvenær er einbeiting best og hvenær er best að mæta í ræktina?
  • Hver eru algengustu vandamálin sem tengjast svefni?
  • Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn

Hlekkur á fyrirlestur

Smellið hér til að skoða viðburðinn á Facebook

Erla Björnsdóttir lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig umsjón með þar sem boðið er uppá hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum internetið.