- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar vill leggja málefninu lið og vekja þannig athygli á mikilvægi þess.
Á heimasíðu Mottumars kemur fram að þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Samkvæmt tölfræðilegri samantekt frá árunum 2017 – 2021 greindust 892 karlmenn árlega á Íslandi með krabbamein og á sama tímabili létust 317 karlmenn árlega úr krabbameini.
Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins leiddi í ljós að almennt leituðu karlar seinna til læknis en konur. Hátt í helmingur karla sem síðar greindust með krabbamein biðu í þrjá mánuði eða lengur með að fara í skimun. Alls 14% karlmanna biðu í meira en ár frá því að einkenna varð vart og þar til þeir leituðu læknis. Nauðsynlegt er að taka höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum og um leið afla fjár fyrir mikilvæga starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Með baráttukveðju frá Lýðheilsuráði Reykjanesbæjar
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)