Byko og Krónan í nýtt verslunarhúsnæði

Tölvuteikning af nýju húsnæði BYKO og Krónunnar. Tölvuteikning/Aðsend
Tölvuteikning af nýju húsnæði BYKO og Krónunnar. Tölvuteikning/Aðsend

Fyrsta skóflu­stung­an að 10 þúsund fer­metra versl­un­ar­hús­næði fyr­ir Krón­una og Byko við Fitja­braut 5 í Reykja­nes­bæ var tek­in föstudaginn 6. október. 

Þau Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, Guðrún Aðal­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, Sig­urður B. Páls­son for­stjóri BYKO og Guðmund­ur H. Jóns­son, stjórn­ar­formaður Smára­g­arðs, tóku í sam­ein­ingu fyrstu skóflu­stung­una að bygg­ing­unni að viðstödd­um full­trú­um Reykja­nes­bæj­ar og þeirra fyr­ir­tækja sem að fram­kvæmd­inni koma. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Smára­g­arði, sem bygg­ir hús­næðið.

Stefnt er á að taka húsið í notk­un árið 2025 og mun það hýsa Krón­una og BYKO auk þess sem aðrir leigu­tak­ar munu koma inn á seinni stig­um. Reykja­nes­bær tek­ur þess­ari upp­bygg­ingu fagn­andi, seg­ir Kjart­an Már, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Gríðarlega stórt skref

„Við mun­um einnig bjóða upp á „take-away“ staði og rétti inni í versl­un­inni líkt og í öðrum stærri versl­un­um Krón­unn­ar, ásamt því að gera viðskipta­vin­um kleift að panta sín­ar mat­vör­ur heim eða sækja þær í versl­un­ina í gegn­um Krónuappið,“ er haft eft­ir Guðrúnu fram­kvæmda­stjóra Krón­unn­ar.

Sig­urður for­stjóri BYKO seg­ir að um gríðarlega stórt skref og spenn­andi verk­efni sé að ræða fyr­ir starf­semi BYKO á Suður­nesj­um.

5.700 af þeim 10.000 fer­metr­um hún­sæðis­ins verða nýtt­ir und­ir starf­semi BYKO. Um 1.700 fer­metra rými verður laust í hús­inu sem verður leigt út í einu lagi eða í tveim­ur til þrem­ur smærri rým­um.

Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri, Guðrún Aðal­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, Sig­urður B. Páls­son for­stjóri BYKO og Guðmund­ur H. Jóns­son stjórn­ar­formaður Smára­g­arðs tóku í sam­ein­ingu fyrstu skóflu­stung­una að bygg­ing­unni. Ljós­mynd/​Aðsend