Ertu með viðburð í sumar?

Sumarið í Reykjanesbæ er fullt af lífi, fjölbreyttri dagskrá og góðri stemningu. Tónleikar, listasýningar, markaðir, útivist, fjölskylduskemmtanir og alls konar viðburðir setja svip sinn á bæinn.

Ert þú að skipuleggja viðburð í Reykjanesbæ í sumar? Við hjá Reykjanesbæ bjóðum þér að senda okkur upplýsingar svo við getum aðstoðað við að kynna hann á miðlum bæjarins. Athugið að um er að ræða kynningu á viðburðum en ekki aðstoð við skipulagningu eða framkvæmd þeirra.

Við hvetjum einnig alla til að nýta sér viðburðadagatalið á visitreykjanesbaer.is, þar sem hægt er að skrá viðburði og ná til enn fleiri gesta. Það er bæði einfalt og frítt að skrá viðburð og auglýsa hann þar.

Sendu okkur línu með helstu upplýsingum á markadsmal@reykjanesbaer.is 

Við hlökkum til sumarsins með ykkur!