- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í dag kvaddi Fanney Sigurðardóttir matráður í Tjarnarseli en þetta var síðasti vinnudagurinn hennar eftir 34 ára farsælt starf í leikskólanum.
Hún var kvödd af börnum og starfsfólki með skemmtidagskrá á sal þar sem hver deild söng fyrir hana uppáhaldslagið sitt. Börnin afhentu Fanneyju kveðjukort sem þrír árgangarnir útbjuggu og ein stúlkan af Sunnuvöllum las kveðjurnar frá börnunum.
Í lokin kvaddi Fanney börnin og gaf þeim ís og einnig er hún með heimboð fyrir starfsmenn Tjarnarsels í dag. Starfsfólkið þakkaði Fanneyju, sem hefur haldið í starfsgleðina í öll þessi ár, fyrir ómetanleg og farsælt samstarf.
Nú fer Fanney í langt sumarfrí og hættir formlega störfum í júní n.k.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)