Félagsstarf eldri borgara á fulla ferð

Allt komið á fulla ferð í félagsstarfi eldri borgara að loknu jólafríi.
Allt komið á fulla ferð í félagsstarfi eldri borgara að loknu jólafríi.

Félagsstarf eldri borgara er komið á stað eftir jólafrí. Mjög mikið er í boði fyrir eldri borgara m.a. kemur púttklúbburinn saman alla virka daga klukkan 13.00 að Hafnargötu 2. Á miðvikudögum klukkan 14.00 er félagsvist á Nesvöllum. Á mánu- og fimmtudögum klukkan 10.00 er ballskák leikin upp í Virkjun að Ásbrú og boccia er stundað á miðviku- og föstudögum frá 10.00 í íþróttahúsinu að Ásbrú. Þar fyrir utan er boðið upp á kraftmikið starf á Nesvöllum s.s. leikfimi og margskonar handavinnu.

Myndin hér til vinstri er frá verðlaunaafhendingu í jólamóti eldri borgara sem Sveinn Jakobsson sigraði eftirminnilega.

frá vinstri Jósef, Sveinn & Garðar