- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Ferðafélag Íslands verður með lýðheilsuátak á Suðurnesjum eftir áramót. Kynningarfundur verður í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú þann 2. janúar kl. 17:30. Kynningafundur verður einnig haldinn í Salthúsinu í Grindavík laugardaginn 4. janúar kl. 16:00.
Á tímabilinu janúar til maí 2020 mun Ferðafélag Íslands halda úti gönguhópi á Suðurnesjum. Hópurinn verður í anda þeirra hópa sem Ferðafélag Íslands heldur þegar úti í því skyni að stuðla að bættri lýðheilsu.
Á kynningarfundunum munu aðstandendur verkefnisins lýsa dagskránni næstu mánuðina. Göngurnar eru flestar léttar og lagt er upp með að njóta fremur en þjóta.
Farið verður á 15 fjöll, langflest á Suðurnesjum en einnig verður gengið á Ok, Snæfellsjökul, Hengil, Móskarðahnúka og á Heimaklett og Eldfell í Vestmannaeyjum hvar gist verður eina nótt.
Safnast verður saman fyrir hverja göngu og sameinast í bíla í Njarðvík. Félagar í Suðurnesjamönnum eiga þess einnig kost að taka þátt í námskeiðum í sjósundi, samkvæmisdönsum og æfingum á reiðhjólum. Fararstjórar verða Reynir Traustason og Hjálmar Árnason. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös