Skólahreystislið Holtaskóla var heiðrað á sal Holtaskóla í morgun, en liðið fór með sigur af hólmi í Skólahreysti grunnskólanna á Íslandi í 5. sinn á undanförnum sex árum. 

Sigurganga nemenda Holtaskóla í Skólahreysti hefur vakið athygli. Auk þess að hafa sigrað keppnina fimm sinnum á undanförnum sex árum, lenti liðið í öðru sæti sjötta árið, 2014. Keppnisandi hefur verið góður í liðinu og mikill metnaður nemenda, þjálfara og skólastjórnenda. 

Reykjanesbær óskaði liðinu til hamingju og færði skólanum að gjöf bókina Lífsþrótt eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson.

Þá veitt skólinn nemendum í stærðfræðikeppni og sundkeppni grunnskólanna viðurkenningu fyrir gott gengi í þeim keppnum einnig.