FIT styrkir verknámssmiðjur í FS

Ólafur S. Magnússon þjónustufulltrúi FIT í Reykjanesbæ og Helga María Finnbjörnsdóttir varaformaður…
Ólafur S. Magnússon þjónustufulltrúi FIT í Reykjanesbæ og Helga María Finnbjörnsdóttir varaformaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar.

Fleiri hafa stokkið á vagninn og ákveðið að styrkja samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og FS sem kallast Látum verkin tala - verknámssmiðjur í FS.
FIT, Félag iðn- og tæknigreina, munu styrkja verkefnið en aðilar þar finna mikla þörf á að fjölga iðnmenntuðum einstaklingum í atvinnulífinu. Því telja þeir verknámssmiðjurnar vel til þess fallnar að auka áhuga ungmenna á verknámi.

Látum verkin tala eru fyrir nemendur sem eru að ljúka námi í 9. bekk í Reykjanesbæ og Sandgerði en verknámssmiðjurnar fara fram í gegnum vinnuskólann.

Enn hafa fyrirtæki möguleika á að styrkja þetta spennandi verkefni en þeir sem hafa áhuga á að styrkja það geta haft samband við Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur hjá Reykjanesbæ eða Kristján Ásmundsson skólameistara FS.