Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2011

Ráðhús Reykjanesbæjar í sumarblóma.
Ráðhús Reykjanesbæjar í sumarblóma.

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram í bæjarstjórn 7. desember til fyrstu umræðu.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur bæjarsjóðs nemi um 100,9 m.kr. og afgangur samstæðu verði um 375,9 m.kr. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði, að teknu tilliti til reiknaðra liða nemur um 220,9 m.kr. Eignir pr. íbúa eru áætlaðar 2.492 þús.kr. og skuldir pr. íbúa 2.033 þús.kr.

Veltufé frá rekstri er áætlað um 860,8 m.kr. fyrir bæjarsjóð og um 2.380,7 m.kr. fyrir samstæðu.