- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2023 til og með 2026 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Drög að fjárhagsáætlun var lögð fyrir bæjarráðsfund þann 10. nóvember sem var vísað til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember. Gerðu þau drög ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í A hluta sem nemur 233 m.kr. og í samstæðu A og B hluta 925 m.kr.
Nokkrar breytingar urðu bæði á tekjum og gjöldum í A hluta á milli fyrri umræðu og þeirri seinni og ber þar helst að nefna að ákveðið var að fara af stað með hvatagreiðslur fyrir 4-5 ára íbúa Reykjanesbæjar sem áætlað er að kosti 7 m.kr., kaup á sláttuvél og kerru undir hana til samnýtingar íþróttafélaganna að fjárhæð 10 m.kr., kaup á fjölnota fimleikadýnu að fjárhæð 5. m.kr. til að auka gæði iðkunar og eins að gera félaginu kleift að halda mót í fjáröflunarskyni. Á móti var áætlun útsvars hækkuð þar sem útkomuspá útsvars hefur hækkað í kjölfar þess að á haustmánuðum hefur dregið töluvert úr atvinnuleysi á svæðinu.
Leiðir það til jákvæðrar rekstrarniðurstöðu á A hluta að fjárhæð 233 m.kr. og jákvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 925 m.kr. í samstæðu A og B hluta á árinu 2023.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar um fjárheimildir ársins 2023 eru:
Fjárfestingar á árinu 2023:
Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting eignasjóðs verði 550 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2023 verði haldið áfram með byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla sem hófst á árinu 2021 fyrir 1.550 m.kr., uppbyggingu á Myllubakkaskóla fyrir 1.000 m.kr. og byggður verði nýr leikskóli í Dalshverfi III sem væri í stakk búinn til að taka við 50-60 börnum um haustið 2023.
Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting fráveitu verði 150 m.kr., fjárfestingar Reykjaneshafnar 343 m.kr., framlag til byggingu nýs hjúkrunarheimilis 100 m.kr., og Tjarnargata 12 ehf. leggi í 150 m.kr. kostnað í hönnun og hefji fyrsta fasa á breytingum á ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12.
Helstu áherslur og verkefni á árinu 2023:
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös