Fjármál Reykjanesbæjar

Síðast liðið vor samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar einróma að fá KPMG og Harald Líndal Haraldsson hagfræðing og ráðgjafa til að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjanesbæjar, bæði A og B hluta.  Af ýmsum ástæðum hefur þessi vinna dregist lítillega en þessa dagana er KPMG að kynna fyrstu niðurstöður fyrir bæjaryfirvöldum ásamt tillögum að aðgerðum.

Það er ljóst að staðan er flókin en með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og bæjarbúa er hægt að snúa henni við innan þeirra tímamarka sem sveitarfélögum hafa verið gefin.  Á næstu 7 árum, eða fyrir árið 2022, á skuldahlutfall A og B hluta að vera komið undir 150% af tekjum samstæðunnar.  Það er öllum ljóst að verkefnið er krefjandi en gerlegt.  Reykjanesbær er með öll sín lán í skilum.

Nánar verður farið yfir stöðuna á borgarafundi í Stapa miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 20:00.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.