Fjármál Reykjanesbæjar

Vísað er til tilkynningar Reykjanesbæjar 11. febrúar 2016 þar sem fram kom að viðræður
við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF) hefðu skilað árangri. Í
tilkynningunni kom jafnframt fram að eðlilegt væri að ræða nánar við kröfuhafa
Reykjaneshafnar og kynna skuldavandann, forsendur sem ræddar höfðu verið við EFF og
mögulegar leiðir að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins og stofnana þess.

Í dag 22. febrúar 2016 klukkan 16:30 var kynnt á fundi Reykjaneshafnar að framangreint
umfang skuldavanda Reykjanesbæjar og stofnana sé 6.350 milljónir króna.