- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag, 14. apríl. Bókasafn Reykjanesbæjar tekur þátt í deginum og ætlar að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Meðal þess sem boðið verður upp á er notendafræðsla fyrir almenning í upplýsingaleit í Gegni, getraun úr þekktum íslenskum bókmenntaverkum og foreldrum verður kennt að nota sögupoka í gagnvirkum lestri. Sýning verður á gömlum bókasafnsmunum og gestir fá gefins bókamerki. Þá verður dagurinn sektarlaus og fá lánþegar felldar niður sektir gegn því að bókum og öðrum safngögnum sé skilað eða hafi verið skilað. Kaffi og kleinur fyrir gesti og gangandi.
Bókasafndagurinn er samvinnuverkefni Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og bókasafna í landinu. Markmið dagsins er að beina augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna.
Frá þessu er greint á vef bókasafnsins, bokasafn.reykjanesbaer.is
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös