Bekkurinn á Bakkalág er kjörinn til slökunar eins og þessi ferðamaður uppgötvaði í sumar.
Bekkurinn á Bakkalág er kjörinn til slökunar eins og þessi ferðamaður uppgötvaði í sumar.

Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður haldin 1. – 7. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fyrirtæki og stofnanir á svæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem almenningur er hvattur til að kynna sér.